<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 07, 2004

The Office

Það er ekki til meira lortejob en skrifstofuþrif. Ég sá "The book of crap jobs" í bókabúð í gær og þar var einmitt Office cleaning talið upp. Það er bara ekki hægt að hlakka til eða hafa gaman af því að þrífa subbuskapinn eftir sóðalega letingja sem nota þrjá tebolla í einu og klára aldrei úr neinum þeirra. Nema ef þeir sulla niður. Þá fær kaffi-/tepollurinn að dvelja á gólfi og skrifborði þar til ég kem og þríf hann. Nema ég þríf hann kannski bara ekkert því ég hef hafið skæruhernað gegn þessum lúserum.

Það vildi nefnilega þannig til að um helgina var stórþrifnaður eins og venjulega, en aðkoman var einmitt alveg einstaklega viðbjóðsleg. Einhver hafði stráð kartöfluflögum á gólfið og keyrt svo yfir þær fram og til baka á skrifstofustólnum sínum meðan hann sáldraði glimmeri yfir allt saman. Svo var búið að vaða á drullugum stígvélum m allt og sulla kaffi upp allan stigann. Ég reyndi að taka þessu með jafnaðargeði, ekkert annað í stöðunni. En þegar ég uppgötvaði miða á klósettkassanum sem stóð á "plz wipe", þá varð sprengigos. Ég varð alveg bálreið, það var tveimur dögum áður sem ég hafði síðast þurrkað þarna af. Hversu oft hefur mig langað að skilja eftir miða handa hverju og einu þeirra?! "Plz don't leave ten teacups for me to carry downstairs, I only have two hands", "Plz wipe up coffee spills of your computer", "Plz use bin for trash", "PLZ BEHAVE LIKE ADULTS, YOU PLONKERS!". En, það heyrði náttúrulega enginn í mér klukkan ellefu á sunnudagsmorgni, þau sváfu öll á sínum grænu eyrum, aumingjarnir.

Ætti kannski að fjárfesta í ilmgjafanum sem ég sá auglýstan í gær. Það er átómatískt ilmsprey sem er hægt að stilla þannig að það spreyi með 9, 18 eða 36 mínútna millibili allan sólarhringinn (ojojoj!). Með það að vopni gæti ég náttúrulega bara farið í verkfall en þau myndu aldrei fatta það af því að það ilmaði allt af fresíum og lavender allan guðslangan daginn...

|