föstudagur, desember 17, 2004
Málfar versnandi fer-líka á Gufunni
Í gær heyrði ég fullorðna konu segja orðið "lifra" á Ríkisútvarpinu. Hún var sem sagt að tala um myndbreytingu skordýra. Ég beið eftir því að heyra hana bera fram orðið "karpöddlur" skýrt og greinilega.
Ég held að ég hætti við að gerast vísindamaður og gerist atvinnumálhreinsunarfasisti. Það ætti að búa til embætti fyrir mig, svei mér þá. Kannski "dýralæknir málfarssjúkdóma". Þá gæti ég samt ennþá verið dýralæknir. Þessi hugmynd er ekkert svo rosalega klikkuð í ljósi málfundar sem ég sótti í gær. Bar hann titilinn Biofutures og tilgangurinn var að sýna okkur örmum doktorsnemum hvert við gætum stefnt í framtíðinni. Meðal mælenda var doktor í lyfjafræði öndunarfæra sem átta mánuðum eftir doktorsvörnina leiddist svo að hann ákvað að lesa lögfræði í staðinn og starfar nú sem slíkur hér í borg. Lærdóminn sem ég dró af þessum fundi má setja upp í eftirfarandi atriði:
1. Ekki skipuleggja neitt, og farðu frekar eftir eðlisávísun heldur en rökrænum pælingum þegar taka skal lífsnauðsynlegar ákvarðanir. Ef þú ert ekki viss, kastaðu þá krónu.
2. Það er leiðinlegt að vinna á rannsóknastofu.
3. Ef þú talar og hugsar um annað en vísindi, þá ertu á rangri hillu.
Hmmm....sko, ef maður talar og hugsar ekki um annað en vísindi þá veit ég ekki hvort maður á að fá að lifa....En ég komst sem sagt að því að ég er bara í tómu rugli í þessu vísindadæmi.
Eftir fundinn hélt ég svo á Christmas party á rannsóknastofunni. Ég kom tveimur tímum eftir að það byrjaði og þá var allt komið á fullt. Mér fannst eins og ég væri að koma inn í The Office Christmas Special, svo yndislega hallærislegt eitthvað. Fullt af berleggjuðum stúlkum í pínupilsum og flegnum toppum dansandi við "Agadoo" á þykku gólfteppinu. Greyin sem dags daglega neyðast til að hylja líkama sína hvítum sloppum í rannsóknastofunni höfðu greinilega misst sig alveg í portkonudeildinni í Miss Selfridge. Eini séns ársins til að ná í sæta blóðmeinafræðinginn átti sko ekki að ganga þeim úr greipum. Skemmtilegt kvöld þetta.
|
Í gær heyrði ég fullorðna konu segja orðið "lifra" á Ríkisútvarpinu. Hún var sem sagt að tala um myndbreytingu skordýra. Ég beið eftir því að heyra hana bera fram orðið "karpöddlur" skýrt og greinilega.
Ég held að ég hætti við að gerast vísindamaður og gerist atvinnumálhreinsunarfasisti. Það ætti að búa til embætti fyrir mig, svei mér þá. Kannski "dýralæknir málfarssjúkdóma". Þá gæti ég samt ennþá verið dýralæknir. Þessi hugmynd er ekkert svo rosalega klikkuð í ljósi málfundar sem ég sótti í gær. Bar hann titilinn Biofutures og tilgangurinn var að sýna okkur örmum doktorsnemum hvert við gætum stefnt í framtíðinni. Meðal mælenda var doktor í lyfjafræði öndunarfæra sem átta mánuðum eftir doktorsvörnina leiddist svo að hann ákvað að lesa lögfræði í staðinn og starfar nú sem slíkur hér í borg. Lærdóminn sem ég dró af þessum fundi má setja upp í eftirfarandi atriði:
1. Ekki skipuleggja neitt, og farðu frekar eftir eðlisávísun heldur en rökrænum pælingum þegar taka skal lífsnauðsynlegar ákvarðanir. Ef þú ert ekki viss, kastaðu þá krónu.
2. Það er leiðinlegt að vinna á rannsóknastofu.
3. Ef þú talar og hugsar um annað en vísindi, þá ertu á rangri hillu.
Hmmm....sko, ef maður talar og hugsar ekki um annað en vísindi þá veit ég ekki hvort maður á að fá að lifa....En ég komst sem sagt að því að ég er bara í tómu rugli í þessu vísindadæmi.
Eftir fundinn hélt ég svo á Christmas party á rannsóknastofunni. Ég kom tveimur tímum eftir að það byrjaði og þá var allt komið á fullt. Mér fannst eins og ég væri að koma inn í The Office Christmas Special, svo yndislega hallærislegt eitthvað. Fullt af berleggjuðum stúlkum í pínupilsum og flegnum toppum dansandi við "Agadoo" á þykku gólfteppinu. Greyin sem dags daglega neyðast til að hylja líkama sína hvítum sloppum í rannsóknastofunni höfðu greinilega misst sig alveg í portkonudeildinni í Miss Selfridge. Eini séns ársins til að ná í sæta blóðmeinafræðinginn átti sko ekki að ganga þeim úr greipum. Skemmtilegt kvöld þetta.
|