mánudagur, desember 13, 2004
Jólaherðatré
Það var haldið jólaball fyrir íslensk börn í Skotlandi í Liberton House í gær. Það var búið að kaupa fjögurra metra hátt jólatré sem var látið standa í sturtubotni frá 16. öld og skreytt eins og mofo. Limma vildi endilega setja allt skrautið sitt á það, sem sagt fimm kassar af skrauti-ég er náttúrulega vön að skreyta fyrir glysdrósina hana ömmu mína svo ég kippti mér ekkert upp við þetta.
En herregud þegar fólk fór að streyma að gerðist ég mannafæla hin mesta og fór upp til mín og læsti að mér. Fylgdist svo með út um gluggann hverjir komu. Sá til dæmis að þarna kom Halldór Haukur sem ég var með í 5. og 6. bekk og hef eigi síðan séð, með konu og þrjú börn. Svo þegar allir fimmtíu gestirnir voru komnir og börnin voru sest við kökuborðið þá hætti ég mér niður og var strax sett í að aðstoða jólasveininn að komast óséður í búninginn og til og frá aðaldyrum án þess að börnin grunaði nokkuð. Jólasveinninn var leikinn af Pétri Berg, vini Snáðans, en sumir minna fjölskyldumeðlima hafa hitt hann (þó mismikið og mislengi) og geta kannski ekki séð hann fyrir sér sem jólasvein. Hann stóð sig þó eins og hetja og var ekkert að flýta sér út aftur til að heimta sitt fyrra útlit, heldur sat á spjalli við börnin og reyndi að drekka heitt súkkulaði gegnum smárifu á skegginu sínu.
En það er ótrúlegt hvað Limma er afslöppuð yfir því að fá fólk svona inn á sig sem veður um allt, það var vaðandi inn í svefnherbergi og ég veit ekki hvað. Einhverjir reyndu að komast inn til mín en ég hafði læst með stórum lykli sem ég bar eins og herforingi. Og allar þessar konur bossing around í eldhúsinu og segjandi mér hvar þetta eða hitt er, mér fannst þetta bara ekkert þægilegt. Enda flýði ég í bíó með Bea.
|
Það var haldið jólaball fyrir íslensk börn í Skotlandi í Liberton House í gær. Það var búið að kaupa fjögurra metra hátt jólatré sem var látið standa í sturtubotni frá 16. öld og skreytt eins og mofo. Limma vildi endilega setja allt skrautið sitt á það, sem sagt fimm kassar af skrauti-ég er náttúrulega vön að skreyta fyrir glysdrósina hana ömmu mína svo ég kippti mér ekkert upp við þetta.
En herregud þegar fólk fór að streyma að gerðist ég mannafæla hin mesta og fór upp til mín og læsti að mér. Fylgdist svo með út um gluggann hverjir komu. Sá til dæmis að þarna kom Halldór Haukur sem ég var með í 5. og 6. bekk og hef eigi síðan séð, með konu og þrjú börn. Svo þegar allir fimmtíu gestirnir voru komnir og börnin voru sest við kökuborðið þá hætti ég mér niður og var strax sett í að aðstoða jólasveininn að komast óséður í búninginn og til og frá aðaldyrum án þess að börnin grunaði nokkuð. Jólasveinninn var leikinn af Pétri Berg, vini Snáðans, en sumir minna fjölskyldumeðlima hafa hitt hann (þó mismikið og mislengi) og geta kannski ekki séð hann fyrir sér sem jólasvein. Hann stóð sig þó eins og hetja og var ekkert að flýta sér út aftur til að heimta sitt fyrra útlit, heldur sat á spjalli við börnin og reyndi að drekka heitt súkkulaði gegnum smárifu á skegginu sínu.
En það er ótrúlegt hvað Limma er afslöppuð yfir því að fá fólk svona inn á sig sem veður um allt, það var vaðandi inn í svefnherbergi og ég veit ekki hvað. Einhverjir reyndu að komast inn til mín en ég hafði læst með stórum lykli sem ég bar eins og herforingi. Og allar þessar konur bossing around í eldhúsinu og segjandi mér hvar þetta eða hitt er, mér fannst þetta bara ekkert þægilegt. Enda flýði ég í bíó með Bea.
|