<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 03, 2004

Jólagjafahugmynd

Rakst á auglýsingu á amazon.com: Philips HeartStart Home Defibrillator-because every minute counts.

Hverjum dettur í hug að þetta eigi eftir að seljast eins og heitar lummur? Hversu vænisjúkt heldur sá hinn sami að fólk sé yfirleitt. Þar að auki er náttúrulega hættulegt að eiga svona inni í skáp ef börn eða glæpamenn komast í það. Maður gæti óvart stuðast í hel. Sheeeezzzz.....

En það þurfa ekki allir fullkomin tæki til þess að stórslasa sig...alla vega ekki hún Charlotta. Sex dögum eftir að ég sneiddi af mér vísifingurgóm vinstri handar náði ég að skera mig djúpt í löngutöng sömu handar á skítugu bjórglerbroti niðri í bæ. Mætti því alblóðug og bölvandi í aðventumessu.

Annað í fréttum er að það er loksins búið að koma Ceres XL-mas lítersbjórdósunum í lóg, fékk dygga öláhugamenn senda af Fróni til að hjálpa mér með þetta. Þeir renndu þessu niður eins og ekkert væri. Takk fyrir hjálpina Magnús og Hekla, þið eruð meiri trallarnir.

|