<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Skumcenter

Sá skemmtilegt bílnúmer um daginn: D14 RHE (DIARHE)
Þeir sem eru sleipir í dönsku sjá að þarna stendur "steinsmuga", að undanteknu því að það vantar eitt "R". Flestir gæfu af sér annan handlegginn fyrir svona gullmola, seisei já.

Gerði mér ferð í búð sem ber það skemmtilega nafn "Foam" á Causewayside Road, en hún selur einmitt svampa í öllum stærðum og gerðum. Pabbi átti einmitt viðskipti við þessa sömu bútíkk þegar hann var hér ungur og áhyggjulaus námsmaður í kulda og trekk og vantaði eitthvað mjúkt til að liggja á. Svona erfast ýmsir eiginleikar í beinan kvenmannlegg. Ég hef einmitt haft á svona búllum mikinn áhuga síðan ég dvaldist í Höfn. Þar voru þær ekki óalgeng sjón og gegndu þar nafninu "Skumcenter". Ég hef ekki orðið vör við aðra eins skum/foam dýrkun á Íslandi. Skil bara ekki hvað það er sem Skotar og Danir stunda svona mikið en Íslendingar ekki... heima er svampurinn kannski svona undirheimathing sem ég er of gúddí til að fatta. Hver veit nema ég stofni svampklúbb Hafnarfjarðar og komist á forsíðu DV-now we´re talking!

Þess má geta að danska orðið fyrir sykurpúða (marshmallow) er skumfidus. Kemst ansi nærri "pulk" og "bambino" sem asnalegasta útlenska orðið. En þar sem það er danskt fyrirgefast því asnalegheitin.

|