miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Lífsreyndar kvensur
Símaði heim á Frón í gærkvöldi og fékk þá þær fréttir að Þorsteina frá Hanhól væri níræð. Þetta þóttu föður mínum góðar fréttir sem ég mætti ekki fara varhluta af. Var ég honum sammála þó ég hafi ekki verið svo lukkuleg að kynnast Þorsteinu. Hins vegar þótti okkur miður að nú sé hún kennd við elliheimilið Eir, því það er auðvitað alltof venjulegt fyrir Þorsteinu. Það vantar mikið ef það vantar Hanhól.
Og að annarri merkri konu, konan sem kenndi mér dönsku er látin á hundraðasta aldursári. Hefði hún ekki verið til kynni ég ekki orð eins og "reol", "pung" og "rødme", hefði ekki meikað nám í Danmörku og væri eflaust ekki dýralæknir í dag. Takk Sonja Rindom! Tugir mappna (hehehe) á æskuheimili mínu eru fullar af vísdómsorðum þínum, megi þau lærast kynslóð af kynslóð.
|
Símaði heim á Frón í gærkvöldi og fékk þá þær fréttir að Þorsteina frá Hanhól væri níræð. Þetta þóttu föður mínum góðar fréttir sem ég mætti ekki fara varhluta af. Var ég honum sammála þó ég hafi ekki verið svo lukkuleg að kynnast Þorsteinu. Hins vegar þótti okkur miður að nú sé hún kennd við elliheimilið Eir, því það er auðvitað alltof venjulegt fyrir Þorsteinu. Það vantar mikið ef það vantar Hanhól.
Og að annarri merkri konu, konan sem kenndi mér dönsku er látin á hundraðasta aldursári. Hefði hún ekki verið til kynni ég ekki orð eins og "reol", "pung" og "rødme", hefði ekki meikað nám í Danmörku og væri eflaust ekki dýralæknir í dag. Takk Sonja Rindom! Tugir mappna (hehehe) á æskuheimili mínu eru fullar af vísdómsorðum þínum, megi þau lærast kynslóð af kynslóð.
|