þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Kona í Suðurbænum hafði samband við vefstjóra í miklu uppnámi. Sagði hún sínar farir á bloggsíðu þessari ekki sléttar. Hafði hún í mesta sakleysi smellt á vefteljarann sem var og fengið í hausinn mikinn haug af stafrænum sora, dónaskap og viðbjóði. Vefstjóri brást skjótt við og fjarlægði vefteljarann því svona löguðu tekur hún ekki þátt í. Á heimasíðu vefteljarans kemur fram að þeirra styrktaraðili er Viagra. Eflaust einhver tenging þar á milli. Héðan af gildir hérna reglan "kvalitet frem for kvantitet" og heimsóknir því ekki taldar. Lifið heil
|
|