<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 18, 2004


Geldof snýr sér að Súdan

Nýja útgáfan á BandAid var gefin út í dag, kallast nú BandAid Twenty. Mér leist ekki par á þegar ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu. Fékk þó leiðréttan þann misskilning sem ég hef greinilega gengið með í 20 ár að það sé kyrjað "freeeeeedooom, wooooooo, let them know it's...osfrv.", heldur er það "feeeeeed theeeee woooooorld, let them know...". Já svona getur maður verið kjáni.

Hins vegar var myndbandið frumflutt á samtengdum sjónvarpsrásum nú klukkan tíumínúturísex og þá leist mér strax betur á, því maður sér hver syngur hvað og svona. Reyndar stóð Paul McCartney og plokkaði sömu nótuna á bítlabassann sinn í öllu myndbandinu, veit ekki alveg hvað hann er að gera, en hinir stóðu sig bara vel. Svolítið skrýtið að heyra Dido anda sig í gegnum þetta líka, en bara fínt.

Þannig að ég veit ekki betur en það sé farið að líða að jólum, ha?

|