mánudagur, nóvember 08, 2004
Ég átti mér Marilyn Monroe móment í dag. Nema það var ekki elegant og alls ekki sexí. Og það var napur norðanvindur en ekki hlýr holræsisgustur sem olli mínu mómenti. Stóð við hraðbanka í rokinu og vissi ekki fyrr en pilsið var á hraðleið uppeftir mér. Gat ekki borið hendur fyrir klof mér og brosað stríðnislega því ég var með fullar hendur...ja, ekki fjár heldur veskis, debetkorts og kvittunar. Þess vegna varð ég að kengbeygja mig svo ég gæti ýtt pilsgarminum niður með olnbogunum. Svo náttúrulega tróð ég seðlum, kvittunum og korti í næsta vasa, leit alls ekki í kringum mig og strunsaði áf stað eins og ekkert hefði í skorist (%#$@!!!!). Jæja, ég hef kannski létt einhverjum lífið í dag..
|