<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 13, 2004

Sjálfspyndingu lokið

Jæja, fyrirlesturinn búinn, mikill léttir. Ég var fyrst á mælendaskrá svo ég þurfti ekki að svitna mjög lengi, heldur var þetta fljótlegur og frekar sársaukalaus prósess. Járnfrúin Elaine sagði að ég hefði verið mjög afslöppuð (hmmm....nei!) og þetta hefði bara verið fínt af fyrsta fyrirlestri að vera. Sjálf er ég mjög ánægð með að hafa ekki verið versti fyrirlesarinn, það var einn sem var verri en ég og stamaði og allt...ahhhh, Schadenfreude! Auk hans var spænskumælandi náungi með mikinn hreim svo ég var ekki einu sinni versti útlendingurinn, Hah! 1-0 fyrir mér!

Nú, eftir fundinn sögðu leiðbeinendurnir mér að ég þyrfti að taka mig saman í ýmsum málum og byrja að skrifa eitthvað af viti og svo framvegis-svo lífið er ekki einungis hopp og hí hérna hjá mér ;(

Ætla held ég bara heim núna, a good day's work has been handed in.

|