föstudagur, október 22, 2004
Nú stefnir enn á ný í góða helgi
Það er bara svo ljúft að hafa frí að það er með ólíkindum. Ekki það að ég sé búin að vinna mikið í vikunni...skrapp nefnilega til Cambridge að ná mér í fjölda legvatnssýna sem munu spila mikilvæga rullu á leið minni til frægðar og frama. Í gær fékk ég nefnilega bréf tilkynnandi mér að ég fengi leyfi til að skila hér inn doktorsritgerð. Í bleðli þessum kom fram að skilorðsbundnu fyrsta ári væri hér með lokið og ég mætti halda áfram að stúdera. Skilafrestur doktorsritgerðar var svo tilnefndur 30.sept 2007, einmitt á þrítugsafmælinu mínu. Ojojoj, ég vona nú að ég verði búin fyrir þann tíma.
Tók lestina til og frá Cambridge. Alltaf notalegt að ferðast með lest. Nema þetta skipti kom ég heim með versta hálsríg sögunnar, hausverk og síþreytu. Ég veit ekki hvað gerðist, en eitthvað fór ferðalagið illa í mig.
Kannski voru það Sk-Ítaladjöfsarnir þrír. Ég var búin að gleyma hversu fyrirferðamiklir Ítalir eru-skil ekki hvað kærir vinir mínir sjá í þessu fólki. Í York kom ítalskt þríeyki inn í lestina og var gjörsamlega óþolandi. Sko, í fyrsta lagi var fýsísk fyrirferð þessa fólks þvílík, í loðkápunum, með hárgreiðslurnar, innkaupapokana og hattöskjurnar.
Í öðru lagi, og alls ekki minnst pirrandi, var hljóðmengunin. Þeir töluðu svo hááátt! Giancomo, quizzi sono liberi, quizzi sono liberi, quizzi tre sono liberi!!!!!! Ok, we got it already-það eru þrjú laus sæti hér! (hér hefði ég auðvitað átt að ópa (takk DV): "Queeeesta piú, éh????", but I didn't). Nú, í stað þess að setjast þá stóð einn og gerði "frátekið sæti englapláss"-leðurstinking með þriggjadagaskegg og gucci "man-bag", kellan hljóp fram og til baka öskrandi fyrrnefndan frasa aftur og aftur og einhvers staðar í næsta vagni var spjátrungur sem ég sá ekki fyrr en seinna sem var greinilega eitthvað óánægður með quizzi sæti.
Nú, málalyktir urðu þær að spjátrungurinn hafði betur, þau fóru sem sagt í næsta vagn með hafurtaskið allt, eftir að hafa stoppað alla gangandi umferð um vagninn hálfa leiðina milli York og Newcastle. Fegin var ég að sjá þau fara. Og by the way, þau voru öll með dökk sólgleraugu. Það var þoka úti. I rest my case.
|
Það er bara svo ljúft að hafa frí að það er með ólíkindum. Ekki það að ég sé búin að vinna mikið í vikunni...skrapp nefnilega til Cambridge að ná mér í fjölda legvatnssýna sem munu spila mikilvæga rullu á leið minni til frægðar og frama. Í gær fékk ég nefnilega bréf tilkynnandi mér að ég fengi leyfi til að skila hér inn doktorsritgerð. Í bleðli þessum kom fram að skilorðsbundnu fyrsta ári væri hér með lokið og ég mætti halda áfram að stúdera. Skilafrestur doktorsritgerðar var svo tilnefndur 30.sept 2007, einmitt á þrítugsafmælinu mínu. Ojojoj, ég vona nú að ég verði búin fyrir þann tíma.
Tók lestina til og frá Cambridge. Alltaf notalegt að ferðast með lest. Nema þetta skipti kom ég heim með versta hálsríg sögunnar, hausverk og síþreytu. Ég veit ekki hvað gerðist, en eitthvað fór ferðalagið illa í mig.
Kannski voru það Sk-Ítaladjöfsarnir þrír. Ég var búin að gleyma hversu fyrirferðamiklir Ítalir eru-skil ekki hvað kærir vinir mínir sjá í þessu fólki. Í York kom ítalskt þríeyki inn í lestina og var gjörsamlega óþolandi. Sko, í fyrsta lagi var fýsísk fyrirferð þessa fólks þvílík, í loðkápunum, með hárgreiðslurnar, innkaupapokana og hattöskjurnar.
Í öðru lagi, og alls ekki minnst pirrandi, var hljóðmengunin. Þeir töluðu svo hááátt! Giancomo, quizzi sono liberi, quizzi sono liberi, quizzi tre sono liberi!!!!!! Ok, we got it already-það eru þrjú laus sæti hér! (hér hefði ég auðvitað átt að ópa (takk DV): "Queeeesta piú, éh????", but I didn't). Nú, í stað þess að setjast þá stóð einn og gerði "frátekið sæti englapláss"-leðurstinking með þriggjadagaskegg og gucci "man-bag", kellan hljóp fram og til baka öskrandi fyrrnefndan frasa aftur og aftur og einhvers staðar í næsta vagni var spjátrungur sem ég sá ekki fyrr en seinna sem var greinilega eitthvað óánægður með quizzi sæti.
Nú, málalyktir urðu þær að spjátrungurinn hafði betur, þau fóru sem sagt í næsta vagn með hafurtaskið allt, eftir að hafa stoppað alla gangandi umferð um vagninn hálfa leiðina milli York og Newcastle. Fegin var ég að sjá þau fara. Og by the way, þau voru öll með dökk sólgleraugu. Það var þoka úti. I rest my case.
|