<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 08, 2004

Mínútuaðgerð

Hah! Hafði rétt fyrir mér með brotajárnið. Lítill visinn maður í rauðum samfesting með rautt Maglite á stærð við hann sjálfan var mínútu að vippa sér undir bílinn (kom sér vel að vera smávaxinn) og slíta þetta ryðskran undan bílnum. Og hann var as good as gold. Létti þetta af mér miklu hugarvíli. Og þetta kostaði ekki neitt að sjálfsögðu.

Nú erum við Molly einar heima fram á annað kvöld og sátum því niðri í gær og gláptum á allar skemmtilegu stöðvarnar sem ég hef ekki uppi. Fylgdumst með ófríðu fólki verða fallegt í "Extreme makeover". Það er til alveg rosalega óheppið fólk, svona útlitslega séð. Hins vegar finnst mér þeir vera helst til ákafir í þessum fegrunum sínum. Þannig fór með annað viðfangsefnið í gærkvöldi. Hann hafði útstæð eyru, flatt nef og minnstu tennur sem ég hef séð (já, jafnvel minni en mínar) er minntu mig helst á leðurblökutennur. Eyrun og nefið urðu eðlileg, en þegar kom að tönnunum var ekki farinn neinn meðalvegur, ónei. Greyið endaði með skjannahvítan, allt of stóran tanngarð uppi í sér og missti allan sjarma-en hann var nú samt hæstánægður svo hvað er ég að ybba mig. Enívei, mamma skilur hvað ég á við.

|