<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 15, 2004

Faraldur í uppsiglingu


Illkynja slímhúðapest

Starf mitt sem skúringakelling í skrifstofuhúsnæði snýst meðal annars um að tæma ruslaföturnar við hvert skrifborð. Við það verk kemst maður að ýmsu um eiganda fötunnar. Það er til dæmis einn sem ég myndi ráðleggja að leita háls-, nef- og eyrnalæknis. Hann snýtir sér eins og vitlaus maður, svo að eftir hann liggja haugarnir af kuðluðum klósettpappír á hverjum degi. Hann gæti verið með einhvern hræðilegan sjúkdóm og endað svo á að smita alla hina. Af ruslafötum hinna starfsmannanna að dæma hefur þetta enn ekki gerst.

Mér detta í hug sjúkdómar á borð við illkynja slímhúðapest, afríska svínapest og heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL)(!). Og stundum þegar ég er að tæma fötuna þá detta sumir vöndlarnir út fyrir og ég þarf að taka þá upp....eeeuuuughhh....jaaaagra. Enda eru gúmmíhanskarnir mín kærasta eign.

|