fimmtudagur, október 14, 2004
Eldhressi skjórinn
Í gærmorgun átti ég afskaplega erfitt með að koma mér fram úr rúminu, lét klukkuna hringja aftur og aftur. Langaði bara ekkert að vakna til þess eins að æfa fyrirlesturinn endurtekið fyrir sjálfa mig og enda svo á að þurfa að flytja hann fyrir aragrúa sérfræðinga. Lá sem sagt þarna í móki og reyndi að vera ósýnileg. Þá heyri ég pikkað á gluggann hjá mér (bý jú á fjórðu hæð) og svo fylgdi smá kvak með. Kom í ljós að þetta var skjór sem var alveg staðráðinn að fá mig á lappir. Kann ég honum miklar þakkir fyrir hugulsemina!
|
Í gærmorgun átti ég afskaplega erfitt með að koma mér fram úr rúminu, lét klukkuna hringja aftur og aftur. Langaði bara ekkert að vakna til þess eins að æfa fyrirlesturinn endurtekið fyrir sjálfa mig og enda svo á að þurfa að flytja hann fyrir aragrúa sérfræðinga. Lá sem sagt þarna í móki og reyndi að vera ósýnileg. Þá heyri ég pikkað á gluggann hjá mér (bý jú á fjórðu hæð) og svo fylgdi smá kvak með. Kom í ljós að þetta var skjór sem var alveg staðráðinn að fá mig á lappir. Kann ég honum miklar þakkir fyrir hugulsemina!
|