<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 07, 2004

Einmana í útlöndum

Já, nú er ég aftur orðin ein í útlöndum. Ekkert verið ástæða til að skrifa síðustu tvo mánuði þar sem ég hef verið á Íslandi og flestir sem lesa skrif mín hafa því getað fylgst með mér úr óvenju miklu návígi. Sem getur verið bæði gott og slæmt.

Það kom þó einu sinni yfir mig bloggþörf þennan tíma-þegar ég var við berjatínslu úti í hrauni. Þá datt í hausinn á mér þvílík snilld. Hún datt bara út aftur, því miður.

Bíllinn minn beið hér eftir mér mosavaxinn og þakinn köngulóarvefjum innan sem utan. Fór þó fljótlega í gang og virtist alveg í lagi með hann. Nema hvað, að þegar ég er á heimleið í dag fer ég að heyra eitthvað hljóð eins og ég dragi eitthvað á eftir mér. Náði heim og fattaði að það er eitthvert járnstykki losnað undir bílnum framantil. Þetta nenni ég ekki að fara að eiga við akkúrat núna. En það er víst ekkert annað að gera. Getur þetta verið í sambandi við olíupönnuna? Kannski einhver hlíf sem þarf ekkert að vera í lagi með og ég get látið detta undan af sjálfri sér án þess að eiga eftir að sakna hennar baun? Sjáum til. Verkstæðið á morgun.

|