föstudagur, júlí 23, 2004
Urrrr! Mbl.is er svo mikið rusl-nota þeir ekki prófarkalesara eða hvað? Ég er alltaf að sjá villur hjá þeim og hef oft íhugað að senda þeim tölvupóst og benda þeim á þær en hætti alltaf við því ég er alltaf svolítið hrædd um að ég sé kannski fanatísk. Hver skrifar grein um "kvenfíl" og kallar dýrið svo alltaf "hann"? Það heitir fílskýr og það er "hún"! Úfff....ég held ég sendi þeim skeyti, svei mér þá!
|
|