mánudagur, júlí 26, 2004
Summer in the city
Tók mér göngufrí í dag. Ekkert er meira hressandi en að dóla sér í bænum og skoða skrýtið fólk. Kyrkingslegur maður í leðurbólerójakka setur bros á mitt andlit, hvað þá feitur kall með vönd af páfuglsfjöðrum sem hleypur eftir strætó.
Ástæðan fyrir skrópinu var að ég fékk mig fullsadda af hryssum um helgina. Var á rosalegri vakt þrjá daga í röð og ég segi mínar farir ekki sléttar. Nú ætla ég ekki að rekja alla hrakfarasöguna hér, enda er ég nú þegar búin að kvelja tvo af mínum nánustu með smáatriðunum. Við skulum bara segja að við sögu hafi komið tugir lítra af fljótandi köfnunarefni, 4 millilítrar af hrossasæði og vélsög.
|
Tók mér göngufrí í dag. Ekkert er meira hressandi en að dóla sér í bænum og skoða skrýtið fólk. Kyrkingslegur maður í leðurbólerójakka setur bros á mitt andlit, hvað þá feitur kall með vönd af páfuglsfjöðrum sem hleypur eftir strætó.
Ástæðan fyrir skrópinu var að ég fékk mig fullsadda af hryssum um helgina. Var á rosalegri vakt þrjá daga í röð og ég segi mínar farir ekki sléttar. Nú ætla ég ekki að rekja alla hrakfarasöguna hér, enda er ég nú þegar búin að kvelja tvo af mínum nánustu með smáatriðunum. Við skulum bara segja að við sögu hafi komið tugir lítra af fljótandi köfnunarefni, 4 millilítrar af hrossasæði og vélsög.
|