föstudagur, júlí 23, 2004
Seks om dagen
Af minni einstöku nákvæmni hef ég þann sið við mandarínuát að deila þeim í tvennt, telja bátana og borða þá svo. Það getur verið alveg ofsalega svekkjandi þegar bátarnir í fyrri helmingnum eru rosa margir og maður heldur að þarna geti metið fallið, en svo eru bara þrír feitir bátar í seinni helmingnum og í heildina eru þeir bara 11-bömmer!
Ég á mér uppáhalds asnalegt orð. Það er norska orðið pulk. Í gær fann ég mér næstuppáhalds asnalegt orð. Það er ítalska orðið bambino (Questa piú?). Sá það í myndinni "Io non ho paura" (ég er ekki hræddur) og fannst það bara alveg óstjórnlega kjánalegt orð. Gott ef ég skellti ekki bara uppúr. Svona er ég nú einföld.
|
Af minni einstöku nákvæmni hef ég þann sið við mandarínuát að deila þeim í tvennt, telja bátana og borða þá svo. Það getur verið alveg ofsalega svekkjandi þegar bátarnir í fyrri helmingnum eru rosa margir og maður heldur að þarna geti metið fallið, en svo eru bara þrír feitir bátar í seinni helmingnum og í heildina eru þeir bara 11-bömmer!
Ég á mér uppáhalds asnalegt orð. Það er norska orðið pulk. Í gær fann ég mér næstuppáhalds asnalegt orð. Það er ítalska orðið bambino (Questa piú?). Sá það í myndinni "Io non ho paura" (ég er ekki hræddur) og fannst það bara alveg óstjórnlega kjánalegt orð. Gott ef ég skellti ekki bara uppúr. Svona er ég nú einföld.
|