<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 12, 2004

Mjólk er góð
Keypti mér varalit um daginn...enn ein tilraunin til að verða varagella. Það er hipp og kúl að vera með feitar rauðar varir. Nema ég keypti auðvitað svona lit sem er alveg eins og varirnar á mér á litinn, eiginlega bara ósýnilegur...úúúú, the nerve! Prufukeyrði hann strax og fór með hann á skrifstofuna og í búðina og svona. Svo þegar ég kom heim sá ég að ég var með mjólkurskegg. Tilraunin í vaskinn sama dag og hún hefst-ég verð aldrei varagella. Sikke en bonderøv.

Kvöldlesning mín nú um stundir eru sögur af Jeeves og Wooster. Í einni sögunni notar Jeeves orðatiltækið "rem acu intigisti" sem þýðir "þar hittirðu naglann á höfuðið". Nú, daginn eftir að ég las þetta var ég að horfa á þáttinn hans Stephen Fry (Jeeves) sem heitir QI og er ljómandi skemmtilegur enda Fry algjör grínbolti. Haldiði ekki að hann hafi látið orðin "rem acu intigisti" falla í þættinum? Þetta kallar maður nú eitthvað annað og meira en tilviljun...ætli í þessu séu falin leynd skilaboð til mín? Prófum afturábak: itsigitni uca mer....eða: it sigit niu camer. Þetta gæti þýtt "það segir níu hólf/herbergi/myndavélar". Úff, skerí stöff maður.

|