<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 09, 2004

Hundrað ára fríkaði hann út

Ég bara verð að skrifa aðeins um herra Hegginbothom. Hann er elsti sakborningur...tjah, í heiminum held ég bara...sem hefur verið dæmdur fyrir manndráp. 100 ára gamall kallinn, réði konunni sinni bana því hann var svo frústreraður á því að það væri alltaf verið að flytja hana frá einu elliheimili til annars. Hún var á elliheimili en hann gekk langar leiðir á hverjum degi til að heimsækja hana. Hann var sem sagt dæmdur fyrir manndráp en fer ekki í fangelsi heldur þarf að vinna einhverja þegnskylduvinnu. Dómarinn kallaði verknaðinn "act of love" og hafði mikla samúð með kauða. En nú kemur það sem mér fannst merkilegast: Hann kæfði hana ekki með púða...neinei, hann skar hana á háls! Ojojoj, að geta það, ljóti kallinn! Annars var ég ekki eins hissa þegar ég komst að því að hann er fyrrverandi slátrari.

Og svo aðeins komment á aumingja Bowie. Hann sem hélt að hann væri með klemmda taug í vinstri öxl reyndist vera með kransæðastíflu. Fór í akút hjartaþræðingu í Þýskalandi og neyddist til að aflýsa að ég held 11 tónleikum. Hann var víst mjög svekktur yfir því og viðhafði orðaflaum mikinn sem ekki þótti ráðlegt að sjónvarpa í morgunsjónvarpinu. Svo var fólk að bölva honum greyinu fyrir að spila ekki á Roskilde. Pffft!

|