miðvikudagur, júlí 21, 2004
Feldaldin og önnur loðdýr
Meðal þess sem ég heillaðist hvað mest af í útlandaferðum á æskuárunum voru dýrin, og þar voru klessurnar á hraðbrautunum ekki undanskildar. Mér fannst alveg ógurlega spennandi að fylgjast með vegkantinum og reyna að sjá eitthvað form út úr feld-og-kjöthrúgunum sem þar lágu. Þetta var svo fjölbreytt maður, alls konar dýr sem ekki eru til á Íslandi. Ég hef ekki misst þessa áráttu mína og hef jafnvel hlotið ávítur áhyggjufullra foreldra þegar ég hef bent aðverðafimmára börnum þeirra á þetta skemmtilega útsýni. Í morgun þurfti ég ekki mikið að giska-það var rauðleit feldlufsa á miðjum veginum og uppúr henni stóðu tvö spíss rebbaeyru. Stórskemmtilegt!
Það má við þetta bæta að ég framdi mitt fyrsta "roadkill" árið 2000 í svartaþoku á Laugavatnsvegi-það var stelkur. Það fékk mjög á mig. Í fyrra massaði ég svo fugl í kengúrugrindina í Austur Landeyjum. Svo ég er ekkert kríminal, er það?
Nú, þessi skrýtilegheit voru í boði CO. Lifið heil.
|
Meðal þess sem ég heillaðist hvað mest af í útlandaferðum á æskuárunum voru dýrin, og þar voru klessurnar á hraðbrautunum ekki undanskildar. Mér fannst alveg ógurlega spennandi að fylgjast með vegkantinum og reyna að sjá eitthvað form út úr feld-og-kjöthrúgunum sem þar lágu. Þetta var svo fjölbreytt maður, alls konar dýr sem ekki eru til á Íslandi. Ég hef ekki misst þessa áráttu mína og hef jafnvel hlotið ávítur áhyggjufullra foreldra þegar ég hef bent aðverðafimmára börnum þeirra á þetta skemmtilega útsýni. Í morgun þurfti ég ekki mikið að giska-það var rauðleit feldlufsa á miðjum veginum og uppúr henni stóðu tvö spíss rebbaeyru. Stórskemmtilegt!
Það má við þetta bæta að ég framdi mitt fyrsta "roadkill" árið 2000 í svartaþoku á Laugavatnsvegi-það var stelkur. Það fékk mjög á mig. Í fyrra massaði ég svo fugl í kengúrugrindina í Austur Landeyjum. Svo ég er ekkert kríminal, er það?
Nú, þessi skrýtilegheit voru í boði CO. Lifið heil.
|