<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 01, 2004

Við hér á Tranigans! þökkum Dr. Þorvaldi Konráðssyni fyrir aðstoðina við myndatilfæringar. Hann stóð sig eins og hetja og lítur þetta allt saman svo miklu betur út núna.

Ég rakst á kjánalega vefsíðu í gær sem finnur þá frægu persónu sem líkist manni mest. Ég lét glepjast og setti inn mynd af mér. Var mér líkt við Juliette Binoche, Andie MacDowell, Sophie Marceau og svo eitthvað nóbodí. Ég var nú ekkert óánægð, nema mér virtist að líklega væri bara farið eftir háralit...sérstaklega þegar mér var líkt við Oprah Winfrey! Hahaha, þá runnu á mig tvær grímur, ef ekki fleiri. Guðmundi var líkt við Orlando Bloom, Tim Robbins og Russel Crowe (í mjóu formatti þó!). Ég setti þá inn Bogga og Örn Helga og viti menn, Boggi er líkastur Jackie Chan og Willem Dafoe, en Lilli er lifandi eftirmynd Michaels Schumachers (Böddi gleðst nú yfir því) og Nicolas Cage. Vá maður, þvílíkt þrugl.

|