<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 04, 2004

Þáttröðin Human Mutants stóð undir væntingum. Þátturinn í gær fjallaði um risa og dverga, ofmyndun og vanmyndun beinvefjar. Í næstu viku verður fjallað um síamstvíbura og hafmeyjar, sem eru fæddar með samvaxna fótleggi. Gaman gaman, popp og kók.

Þegar ég las fósturfræði á sínum tíma vorum við með mannalækningabók og þar gat að líta margar sjokkerandi myndir af litlum börnum sem hefðu átt að vera sæt en voru það því miður ekki. Margar ungar námsmeyjar fengu algjöran tremma yfir því að þurfa í framtíðinni að ganga þá þrautargöngu sem meðgangan er. En eins og sagði í þættinum í gær þá erum við öll stökkbreytt, bara mismunandi mikið.

Næsti þáttur á eftir hefði svo sem líka getað heitið Human Mutants, en ber þess í stað heitið Big Brother.

|