<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 27, 2004

Tap og aftur tap

Úff, tvöfalt tap hjá mínum mönnum-Baldur og Svíarnir stóðu sig ekki eins og best var á kosið í gær. Uppgötvaði hins vegar eitt undir glápi mínu á þennan æsispennandi leik: Spennandi fótboltaleikir eru ágætir til styrkingar grindarbotnsvöðva-þeir bara spennast átómatískt! Og þar er einmitt komin ástæða fyrir kvenfólk að horfa á fótbolta-og jafnvel alla hina líka sem eru að fussa yfir því að sumar"dagskrá" Sjónvarpsins sé fórnað. Dagskrá schmagskrá! Ég vil bara minna það fólk á að nú stefnir í Ólympíuleika og ekki skánar ástandið þá-múhúhahaha.

Annars vil ég líka þakka Baldri fyrir að hafa loksins skrifað athugasemd á síðuna, enda er ég búin að vera að hvetja hann til þess lengi lengi. Takk vinur minn, þú ert nettur, hipp og kúl ;)

Og nú er bara að undirbúa sig fyrir Danina í kvöld, það eru sko mínir menn. Það væri gaman að sjá þá taka Hollendingana. Mér finnst Jaap Stam vera ógeðslegur og að hann eigi ekki skilið að vera Evrópumeistari. Svo á Ruud Van Nistelrooy ekkert gott skilið fyrir ofleikinn í vítateig. Hins vegar finst mér Reiziger vera með flottasta tanngarðinn í fótboltaheiminum, hann er bara heldur tregur til að flagga honum.

|