<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 24, 2004

Stundum þarf engan stórviðburð til að lifni yfir manni. Var æðandi fram og til baka í hamagangi í risastórri matarbúð um daginn og rak þá augun í gamlan hnarreistan kall með körfuna á arminum, í skotapilsi og háum sokkum. Hann var bara í rólegheitunum og lá ekkert á, annað en allir hinir í búðinni. Þetta var betra en skammtur af Stesolid, róaði mínar taugar instantly.

Svo hef ég líka verið að hugsa hvað þessi fótbolti er nálægt því að gera mig að sjónvarpssjúklingi. Eftir áralangt sjónvarpsleysi í Danmörku hefur sjónvarpsglápið rokið upp úr öllu valdi, bara síðustu daga. Ég hef ekki horft jafn mikið síðan Yngismær og Fjölskyldulíf voru og hétu.

Sko, ég ákveð kannski að horfa ekki á leik dagsins því ég er ekki spennt fyrir honum, en svo enda ég á því að setjast niður og glápa. Svo byrja ég að skipta um stöð af því leikurinn er ekki nógu skemmtilegur og þá festist ég í einhverjum þætti á annarri stöð sem ég hefði aldrei horft á annars. Um daginn rankaði ég við mér í miðjum þætti um heimska Kana sem stunduðu sódómíu og voru giftir hryssum. Ætti að losa mig við þennan grip, ræð ekki við þetta!

Eitt að lokum...af hverju standa svona margir í þeirri meiningu að orðið "fyrst" sé ritað "víst" (t.d: þú þarft ekki að koma víst að þú nennir ekki...)? By the way, er þetta orð forsetning eða kannski samtenging-phfúff, allt gleymt, þarf að taka upp Orðabelg að nýju.

|