<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 17, 2004

Æ, ó, jibbíjei

Heyrði þjóðhátíðardagskrána í beinni útsendingu á Gufunni. Tvennt þótti mér setja eilítinn hryllingsmyndablæ á dagskrána:

1. Ómannlegu öskrin sem heyrðust undir ræðu Davíðs Oddssonar. Líktust þau helst sársaukahríni dýrs sem gæti hafa verið svín eða fálki nema hvort tveggja hafi verið.

2. Hrikalega forspilið við inngöngu kirkjugesta í Dómkirkjuna. Þetta var ómstrítt, díabólus músikus, hamrað á nótnaborðið eins og þetta væru seinustu andarslitrur organistans. Hallast helst að því að tónar þessir hafi runnið undan rifjum sama dýrs og eyðilagði fyrir Dabba.

Annars var þetta voða fínt. Fjallkonan hljómaði 50 árum eldri en hún eflaust er. Fínt. By the way, Dabbi var eitthvað að reyna að afsaka sig með því að segja að Hannes Hafstein hafi verið geðríkur. Jæja vinur, þá er þetta allt í lagi, haltu bara uppteknum hætti!

|