<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 15, 2004

Hvað er með þessi þýðverzku þjóðhreinsunartölvuskeyti sem mér nú berast úr öllum áttum? Fékk á danska netfangið mitt póst á þýsku frá per@islandia.is þar sem sagt var frá nauðgun á þýskri menntaskólastúlku. Voru að verki sjö múslimskir piltar og höfundur skeytisins hvetur fólk til þess að vera á verði gagnvart þessu illrætna fólki. Hvað hefur það upp á sig að senda svona skeyti úr íslensku netfangi á annað danskt? Svoldið komið út fyrir heimahagana þarna...

Svo tékkaði ég á mi.is netfanginu og þar var annað þýskt bréf frá íslensku netfangi, í þetta sinn var eitthvað þjóðernisrugl í sambandi við Palestínumenn. Nennti ekki að lesa það.

Sé samt alltaf eftir því að hafa ekki svarað bévítans þýsku fjölskyldunni sem sendi ömmu mótmælabréf við hvalveiðum. Á íslensku. Hvers á amma að gjalda? Aular. Ólukkans lúðar.

|