mánudagur, júní 28, 2004
Humble pie
Menntamálaráðherra Skota er nú meiri kallinn. Það hefur staðið nokkur styr um hann undanfarið. Til dæmis ákvað fólk á hans snærum að segja upp gervöllum skoska óperukórnum augnabliki áður en hann átti að stíga á svið. Svo í síðustu viku mætti hann of seint í spurnarstund ("question time") í þinginu og bar fyrir sig að hafa verið á mikilvægum fundi í nafni embættisins. En kjáninn áttaði sig auðvitað ekki á því að það hafði sést til hans í mötuneytinu þar sem hann gleymdi sér við bökuát. Þessi blákalda lygi í opið geð þingsins kallaði auðvitað á kröfur um uppsögn. Hann baðst afsökunar og var með því látinn eta "humble pie", en það er einmitt orðatiltæki sem þýðir að viðurkenna mistök sín og éta ofan í sig stoltið. Og hann situr sem fastast.
Talandi um bökur-um daginn rakst ég á uppskrift að Key lime pie og var um leið í huganum komin í stofuna hjá ömmu hennar Huldu sem ég var með í áttunda bekk. Ástæða þessa er að þar komst ég að því að í Bandaríkjunum er sumardvalarstaður sem heitir Key West. Þessi staður var nefnilega vettvangur æsilegra atburða í Santa Barbara þættinum sem ég var vitni að þetta síðdegi. Þessi sápuópera var aðalhittarinn í skólanum og allir fylgdust með...nema ég sem átti ekki afruglara. Allir vissu hver drap hvern og hver hélt við hvern...nema ég. Hins vegar vissi ég allt um hagi illa bróðurins Ricardo og góða bróðurins Rodolfo í brasilísku sápunni Yngismey á RÚV.
Við vorum heima hjá ömmu hennar Huldu á Hringbrautinni til að ná þessum æðislega þætti áður en við áttum að mæta í sund. Hulda kveiki á afruglaranum, og poppaði í örbylgjuofninum-hvorugt var til á mínu heimili, þvílík upplifun! En svo þegar þátturinn byrjaði leiddist mér svoooo, þetta var svo leiðinlegt! Engir þrælar, engar skylmingar, tsssss! Mig minnir að ég hafi leikið mér við hundinn þar til við fórum í skólasund. Þegar heim var komið fékk ég minn daglega skammt af Yngismey með rófubita í annarri og mjólkurglas í hinni, ánægð með mitt fólk.
|
Menntamálaráðherra Skota er nú meiri kallinn. Það hefur staðið nokkur styr um hann undanfarið. Til dæmis ákvað fólk á hans snærum að segja upp gervöllum skoska óperukórnum augnabliki áður en hann átti að stíga á svið. Svo í síðustu viku mætti hann of seint í spurnarstund ("question time") í þinginu og bar fyrir sig að hafa verið á mikilvægum fundi í nafni embættisins. En kjáninn áttaði sig auðvitað ekki á því að það hafði sést til hans í mötuneytinu þar sem hann gleymdi sér við bökuát. Þessi blákalda lygi í opið geð þingsins kallaði auðvitað á kröfur um uppsögn. Hann baðst afsökunar og var með því látinn eta "humble pie", en það er einmitt orðatiltæki sem þýðir að viðurkenna mistök sín og éta ofan í sig stoltið. Og hann situr sem fastast.
Talandi um bökur-um daginn rakst ég á uppskrift að Key lime pie og var um leið í huganum komin í stofuna hjá ömmu hennar Huldu sem ég var með í áttunda bekk. Ástæða þessa er að þar komst ég að því að í Bandaríkjunum er sumardvalarstaður sem heitir Key West. Þessi staður var nefnilega vettvangur æsilegra atburða í Santa Barbara þættinum sem ég var vitni að þetta síðdegi. Þessi sápuópera var aðalhittarinn í skólanum og allir fylgdust með...nema ég sem átti ekki afruglara. Allir vissu hver drap hvern og hver hélt við hvern...nema ég. Hins vegar vissi ég allt um hagi illa bróðurins Ricardo og góða bróðurins Rodolfo í brasilísku sápunni Yngismey á RÚV.
Við vorum heima hjá ömmu hennar Huldu á Hringbrautinni til að ná þessum æðislega þætti áður en við áttum að mæta í sund. Hulda kveiki á afruglaranum, og poppaði í örbylgjuofninum-hvorugt var til á mínu heimili, þvílík upplifun! En svo þegar þátturinn byrjaði leiddist mér svoooo, þetta var svo leiðinlegt! Engir þrælar, engar skylmingar, tsssss! Mig minnir að ég hafi leikið mér við hundinn þar til við fórum í skólasund. Þegar heim var komið fékk ég minn daglega skammt af Yngismey með rófubita í annarri og mjólkurglas í hinni, ánægð með mitt fólk.
|