miðvikudagur, júní 23, 2004
Ég get verið stórhættuleg sjálfri mér í eldhúsinu. Því veldur banvæn blanda: almenn leti við að nota skurðbretti+hárbeittir hnífar a´la dýralæknirinn+ógeðslega hár sársaukaþröskuldur. Sker gjarnan grænmeti í lófanum og allt í einu er ég orðin sundurskorin.
Nýjasta afrekið er fjórir djúpir skurðir sem ég hlaut af niðursuðudós. Svona sem er með lykli sem maður á að snúa málmborða um og svo opnast hún á undraverðan hátt. Hins vegar tókst mér ekki að nota lykilinn og neyddist því til að vefja málmborðanum um fingurinn og toga svo. Gekk vel til að byrja með en svo hætti allt að haggast og skarst því í hendina á mér á fjórum stöðum. Og aldrei læri ég, þetta gerist aftur og aftur.
|
Nýjasta afrekið er fjórir djúpir skurðir sem ég hlaut af niðursuðudós. Svona sem er með lykli sem maður á að snúa málmborða um og svo opnast hún á undraverðan hátt. Hins vegar tókst mér ekki að nota lykilinn og neyddist því til að vefja málmborðanum um fingurinn og toga svo. Gekk vel til að byrja með en svo hætti allt að haggast og skarst því í hendina á mér á fjórum stöðum. Og aldrei læri ég, þetta gerist aftur og aftur.
|