föstudagur, júní 18, 2004
Úff, aldrei hélt ég að þetta kæmi fyrir mig: Gleymdi að borða í dag. Bara búin að vera á þeytingi, fullt af sjúkum hryssum og svo þurfti að vinna úr sýnunum frá þeim og svona. Nú sit ég við tölvuna og færi inn niðurstöður og þá allt í einu....byrja garnirnar og maginn að hnoða hvort annað eins og brauðdeig.
Annars þurfa allar þessar sjúku hryssur víst aðhlynningu um helgina, og það er komið að mér að taka helgarvakt ;-Þ
Þetta er allt með legbólgu og júgurbólgu auk einnar hófsperru. Svo má ekki gleyma Shetland Pony fjölskyldunni. Þetta eru pjúní hestar, folaldið er á stærð við lítinn labrador. En stóðhesturinn lætur samt til sín taka, rýtir eins og svín af æsingi yfir hryssunni og teygir álkuna upp fyrir hliðið sem er tvisvar sinnum hærra en hann sjálfur.
Jæja, heim að eta. Tshcüss
|
Annars þurfa allar þessar sjúku hryssur víst aðhlynningu um helgina, og það er komið að mér að taka helgarvakt ;-Þ
Þetta er allt með legbólgu og júgurbólgu auk einnar hófsperru. Svo má ekki gleyma Shetland Pony fjölskyldunni. Þetta eru pjúní hestar, folaldið er á stærð við lítinn labrador. En stóðhesturinn lætur samt til sín taka, rýtir eins og svín af æsingi yfir hryssunni og teygir álkuna upp fyrir hliðið sem er tvisvar sinnum hærra en hann sjálfur.
Jæja, heim að eta. Tshcüss
|