<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 25, 2004

Daginn. Hér hefur bæst inn könnunarkorn því ég vil virkja þessa lötu lesendur mína (nú fyrir utan Ingu Lilý sem seint getur talist löt). Gat ómögulega látið mér detta í hug betri nöfn en þetta, en góðar tillögur eru vel þegnar. Svona til að útskýra:
A) í tilefni forsetakosninganna er þetta nafn tileinkað Baldri "hrognamál" Ágústssyni (kíkið á þetta)
B) sé orðið "nýi" varla ritað án joðs nú um stundir
C) skýrir sig sjálft
D) Danir eru einstaklega glúrnir við að fá ólíklegustu orð til að ríma, sleppa bara einum staf eða jafnvel hálfu orði.

Og aðeins meiri málhreinsunarfasismi í lokin...síðasta upphlaupið, ég lofa.
"Þessi fallegi dagur" með Bubba: Veit ekki hvað vakti mig/vill liggja um stund. Hver vill liggja um stund? Ég ætla rétt að vona að það sé ekki hann sjálfur.


Hmmmm....kannski er það þetta sem gerir að lesendur mínir (ef einhverjir eru) láta ekki í sér heyra. Ég er alltaf svo bévíti neikvæð. En nú skal blaðinu snúið við, lofa!

|