<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 22, 2004

Var að taka bílinn í gegn, þvo hann og tjöruhreinsa. Það var náttúrulega margra ára gamalt tjörulag á honum. Svo ætlaði ég að vera algjör snilli og bletta hann líka. Reyndi að fá blettalakk í litnum "Winter Green" (duhh!), eins og það heitir á skráningarskírteininu en endaði á að kaupa "Chrystal Green" sem reyndist svo auðvitað of grænt. Málið er að bíllinn minn er bara svona drullusilfurlitaður og það er náttúrulega ekki hægt að fá "Crap Silver". Annars er ég auðvitað gasalega ánægð með hann greyið, rúntaði á honum í sólinni í gær og fílaði mig í botn með BayRan sólgleraugun mín. Hleypti meira að segja fram fyrir mig strætó og uppskar loðinn framhandlegg bílstjórans sem þakkaði fyrir sig með þumli upp í loft.

|