þriðjudagur, maí 25, 2004
Vá, Jón Nýdanskur Ólafsson er stórhættulegur: Lá við að ég brysti í ljúfsáran grát hér á skrifstofunni yfir einu af hans lögum í netútvarpinu. Voðalega er þetta væmið og sætt hjá honum. Og það versta er að textinn er eftir Hallgrím Helgason sem ég hefði aldrei ímyndað mér að fengi mig að gráta úr öðru en hlátri og kannski viðbjóði.
Eins gott að ég fór beint á fund með Elaine og var snögglega kippt inn í gráan og kaldan veruleikann. Reyndar var þó svo óbærilega heitt á skrifstofunni hennar að af mér bogaði svitinn. Hún sat hins vegar í vítisfunanum í tweedjakka og brá ekki svip. Er hún Djöfsi holdi klæddur?
Ætlaði að kaupa mér voða fínan kælandi úða á sólbrunasárin í Boots í gær og þá reyndist vera "tveir fyrir einn" tilboð á þessari tilteknu vöru. Þurfti að hlaupa aftur inn í horn í búðinni á meðan biðröðin lengdist á eftir mér, einungis til þess að ná í brúsa sem mig vantaði ekkert. Ég sit því uppi með hálfan lítra af þessum úða í stað þess að segja bara nei takk kannski seinna. Lenti líka í þessu í bílabúð um daginn, var að kaupa tjöruhreinsi og kassadaman bauð mér að ná í aðra vöru, á sama verði eða ódýrari. Eina sem ég fann var dolla af blautklútum (svona svipað og er notað á bleyjubörn) til að þurrka af mælaborði og öðrum vínilhlutum í bílnum. Það er reyndar bót í máli að það eru bara 25 klútar í dollunni svo ég þarf ekki að sitja uppi með þetta lengi. Áttaði mig svo seinna á að ég hefði átt að kaupa bílasápu því það er nokkuð sem mig vantar.
En ég lærði það í Köben að falla ekki fyrir slíkum tilboðum á mat. Í Netto var oft hlutfallslega ódýrara að kaupa tvo kálhausa eða fimm púrrur en auðvitað hafði ég ekki undan að borða þetta og ég sat uppi með einn og hálfan myglaðan kálhaus og þrjár slappar púrrur.
|
Eins gott að ég fór beint á fund með Elaine og var snögglega kippt inn í gráan og kaldan veruleikann. Reyndar var þó svo óbærilega heitt á skrifstofunni hennar að af mér bogaði svitinn. Hún sat hins vegar í vítisfunanum í tweedjakka og brá ekki svip. Er hún Djöfsi holdi klæddur?
Ætlaði að kaupa mér voða fínan kælandi úða á sólbrunasárin í Boots í gær og þá reyndist vera "tveir fyrir einn" tilboð á þessari tilteknu vöru. Þurfti að hlaupa aftur inn í horn í búðinni á meðan biðröðin lengdist á eftir mér, einungis til þess að ná í brúsa sem mig vantaði ekkert. Ég sit því uppi með hálfan lítra af þessum úða í stað þess að segja bara nei takk kannski seinna. Lenti líka í þessu í bílabúð um daginn, var að kaupa tjöruhreinsi og kassadaman bauð mér að ná í aðra vöru, á sama verði eða ódýrari. Eina sem ég fann var dolla af blautklútum (svona svipað og er notað á bleyjubörn) til að þurrka af mælaborði og öðrum vínilhlutum í bílnum. Það er reyndar bót í máli að það eru bara 25 klútar í dollunni svo ég þarf ekki að sitja uppi með þetta lengi. Áttaði mig svo seinna á að ég hefði átt að kaupa bílasápu því það er nokkuð sem mig vantar.
En ég lærði það í Köben að falla ekki fyrir slíkum tilboðum á mat. Í Netto var oft hlutfallslega ódýrara að kaupa tvo kálhausa eða fimm púrrur en auðvitað hafði ég ekki undan að borða þetta og ég sat uppi með einn og hálfan myglaðan kálhaus og þrjár slappar púrrur.
|