miðvikudagur, maí 26, 2004
Til þess að halda hringrásinni gangandi vildi Blóðbankinn við Barónsstíg gjarnan taka við 70 blóðgjöfum á dag. Heyrði auglýsingu frá skoskum blóðbönkum þar sem talan sú er 1000 gjafir á dag. Það er rosaleg tala, því miður get ég ekki hjálpað löndum mínum, gaf einn skammt heima fyrir tveimur vikum. Ákvað fyrir löngu að einskorða mig við íslenska blóðbankann en rosalega gæti ég grætt ef borgað væri fyrir hvert skipti-gæti gefið bæði í Skotlandi og á Íslandi. Ef fólk fengi blóðpeninga hér í Edinborg þá er ég nú hrædd um að mikið af blóðinu væri ansi gruggað. Las nefnilega í gær um rosalega fjölgun dauðsfölla af völdum sprautulyfja hér í Edinborg. Það sem af er árinu hafa 11 látist í borginni, og hér er nú bara tæp hálf milljón íbúa. Fólk samnýtir nálar og önnur tól og það kann ekki góðri lukku að stýra. Held nú að mikið af þessu fólki deyi einmitt úr ógeðslegum forneskjulegum graftrarsýkingum og viðbjóði. Það er nú mín skoðun án þess að ég viti mikið um málið...ójá.
Heyrði viðtal við skoskan kvikmyndagagnrýnanda sem var stödd á Cannes hátíðinni um daginn. Hún sagði að Michael Moore væri stærsta og feitasta mannfyrirbæri sem hún nokkurn tímann hefði séð. Og þá kom upp sú athugasemd að þar væri sannað að vistvæn, E-efnalaus og að öðru leyti politically correct matvæli væru greinilega ekkert minna fitandi en gervi- og eiturefnafæðið sem við hin lifum á. Þetta var grín að mínu skapi. Margt af því fólki sem borðar bara vistvænt og grænt lifir nefnilega í þeirri trú að ekkert illt geti mögulega hent það (né hafi hent dýrin sem það er að éta). Heilræði frá mér: Lesið økologi-löggjöfina og komist að bláköldum sannleikanum.
Og að lokum: Ojj að 50 Cent sé að koma til Íslands. Það heilalausa buff sem getur varla talað fyrir tanngeiflunum...tja, kannski hann og Barði BangGang ættu að djamma saman, það yrði one cryptic gig: mmbpfhhh, mmmphhhh...
|
Heyrði viðtal við skoskan kvikmyndagagnrýnanda sem var stödd á Cannes hátíðinni um daginn. Hún sagði að Michael Moore væri stærsta og feitasta mannfyrirbæri sem hún nokkurn tímann hefði séð. Og þá kom upp sú athugasemd að þar væri sannað að vistvæn, E-efnalaus og að öðru leyti politically correct matvæli væru greinilega ekkert minna fitandi en gervi- og eiturefnafæðið sem við hin lifum á. Þetta var grín að mínu skapi. Margt af því fólki sem borðar bara vistvænt og grænt lifir nefnilega í þeirri trú að ekkert illt geti mögulega hent það (né hafi hent dýrin sem það er að éta). Heilræði frá mér: Lesið økologi-löggjöfina og komist að bláköldum sannleikanum.
Og að lokum: Ojj að 50 Cent sé að koma til Íslands. Það heilalausa buff sem getur varla talað fyrir tanngeiflunum...tja, kannski hann og Barði BangGang ættu að djamma saman, það yrði one cryptic gig: mmbpfhhh, mmmphhhh...
|