<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 06, 2004

Sendi pabba og mömmu heim í morgun. Það er nú ekki langt í að við sjáumst aftur. Nú, ég var líka á fyrstu kvöldvaktinni minni í gær, þurfti að skanna og sprauta tvær hryssur. Á að fara úteftir á miðnætti að skanna þær aftur. Það sem er haft fyrir því að fylja þetta. Þess má geta að þessi dekurdýr eru með olíuborið fax og tagl sem er svo mjúkt og skínandi að ég er eins og tatari við hliðina á þeim. Nú, þetta fór allt vel, nema að Barbara, minn belgíski fyrrverandi nágranni var líka á vakt og hún var útúrstressuð því það var svo mikið að gera. Það hafði komið inn sólarhringsgamalt folald með anæmíu (sjúklegt blóðleysi?) og það þurfti að gefa því blóð reglulega alla nóttina. Ég fékk nemanda til að hjálpa mér en þegar Barbara sá það hellti hún sér yfir mig, að ég skyldi taka nemandann frá vesalings folaldinu sem þurfti svo mikla umhyggju (átti örugglega eftir að drepast hvort eð var). Ég bara brosti mínu blíðasta og sagði að auðvitað mætti hún fá lánaðan nemandann minn (sem stóð ringluð á svip og fílaði sig örugglega ekkert mjög vel). En ég náði ekki að blíðka Barböru, sem stormaði um spítalann allan tímann sem ég var þarna.

Talaði við Elaine áðan, hún baðst aftur afsökunar á að hafa teymt mig á asnaeyrunum á föstudaginn. Og svo var hún bara hin þýðasta. Ætli ég sé ekki bara búin að brjóta hana til hlýðni...

|