mánudagur, maí 24, 2004
Náttúran lék mig grátt í gær. Skaðbrenndi handleggi og axlir í sólinni og brenndi leggina á brenninetlum. Og ofan í það þurfti ég svo að sitja í þrjá og hálfan tíma undir rjáfrum í gömlu leikhúsi og hlusta á óperu. Það er sko mjög heitt uppundir þaki í óloftræstu húsi fullu af fólki. Og sérstaklega því ég var ekkert nema sjóðandi hold.
Af hverju þurfa óperur að vera svona langar? Sko, það er rosa flott tónlist í Carmen en það er líka mjög mikið af óþarfa málalengingum, eins og til dæmis atriðið þar sem montinn ístrubelgur af lögreglustjóra er hæddur og barinn með rósum. Þessi lögreglustjóri kemur hvergi fyrir annars staðar í óperunni, hvorki fyrr né síðar. Honum hefði því alveg mátt sleppa. Og fyrst við erum á neikvæðu nótunum þá skil ég ekki hvað karlmenn sáu í henni Carmencitu. Hún var bara djöfullinn holdi klæddur, skipti um kærasta eins og henni væri borgað fyrir það og dansaði og svipti pilsum og þeir steinláu fyrir henni. Þar var sko flagð undir fögru skinni...eða ég held það, sá hana ekki nógu vel til að vita hvort hún var nokkuð einu sinni fögur. Hins vegar var stjarna kvöldsins dansandi hross. Grár geldingur sem steppaði jafn oft og dansararnir klöppuðu. Og svo hneigði hann sig að lokum með því að fara niður á hné...þ.e.a.s framhné. Á plakötunum var hann nú auglýstur sem "wild stallion" en við dýralæknanördarnir vorum nú að spá í að fá endurgreitt þar sem þetta var greinilega gelt hross og mjög rólegt.
En, sem sagt of löng sýning en ég var með dans nautabanans á heilanum og það eru margar flottar melódíur í þessu.
|
Af hverju þurfa óperur að vera svona langar? Sko, það er rosa flott tónlist í Carmen en það er líka mjög mikið af óþarfa málalengingum, eins og til dæmis atriðið þar sem montinn ístrubelgur af lögreglustjóra er hæddur og barinn með rósum. Þessi lögreglustjóri kemur hvergi fyrir annars staðar í óperunni, hvorki fyrr né síðar. Honum hefði því alveg mátt sleppa. Og fyrst við erum á neikvæðu nótunum þá skil ég ekki hvað karlmenn sáu í henni Carmencitu. Hún var bara djöfullinn holdi klæddur, skipti um kærasta eins og henni væri borgað fyrir það og dansaði og svipti pilsum og þeir steinláu fyrir henni. Þar var sko flagð undir fögru skinni...eða ég held það, sá hana ekki nógu vel til að vita hvort hún var nokkuð einu sinni fögur. Hins vegar var stjarna kvöldsins dansandi hross. Grár geldingur sem steppaði jafn oft og dansararnir klöppuðu. Og svo hneigði hann sig að lokum með því að fara niður á hné...þ.e.a.s framhné. Á plakötunum var hann nú auglýstur sem "wild stallion" en við dýralæknanördarnir vorum nú að spá í að fá endurgreitt þar sem þetta var greinilega gelt hross og mjög rólegt.
En, sem sagt of löng sýning en ég var með dans nautabanans á heilanum og það eru margar flottar melódíur í þessu.
|