þriðjudagur, maí 04, 2004
Mér skjátlaðist á föstudaginn...allt var EKKI þá þrennt var. Það bættist í armæðu mína eftir síðustu færslu. Járnfrúin var að ergja mig-hún kemur gjarnan fram við fólk eins og það sé ekki þess virði að eyða á það orðum. En það er svo sem ekki í illgirni, hún er bara svo viðbjóðslega upptekin að hún hefur varla tíma til að vera til. Nújæja, ofaná þetta bættist svo að ég lenti í því að hlaupa fram og aftur um bæinn til þess að fá að borga bílaskattinn.
Mín helgi byrjaði sem sagt afskaplega illa, ég var alveg uppgefin á föstudagskvöld eftir að hafa verið frá mér af bræði út í Elaine og svo þennan bílaskattsþeyting.
En við gerðumst þó víðförul mjög um helgina og áttum viðburðaríka daga. Fórum í heimsókn til vinafólks í Killicrankie og svo í leikhús með öðrum vinum í Pitlochry. Gerðum okkur ekki ferð í Tillicultry í þessari ferð en vissulega hefði staðarheitið átt vel við. Við sáum Viktoríanskan farsa sem gerðist á skosku og ensku og var afskaplega kjánalegur. En upplifelsi samt.
Á sunnudaginn keyrði ég þrjá tíma hvora leið til Loch Creran þar sem við sigldum á skútu með auntie Jane and uncle Derek. Það var alveg frábært eins og venjulega. Og svo fór ég og heimsótti Seumas og Paulu sem ég bjó hjá þegar ég vann á laxeldisstöðinni um árið. Ekki búin að sjá þau í sjö ár og þau voru bara alveg eins. Og þau eru bara alveg frábært fólk sem ég ætla að fara aftur að heimsækja í sumar. Eftir að hafa innbyrt stóran disk af humri á "The Frog" kíktum við svo aðeins til Oban, bæjarins sem við Hafdís máluðum rauðan á eftirminnilegan hátt. Fish and chips búllan þar sem ég brennimerkti sjálfa mig er meðal annars enn við lýði. Sem er gott.
Sit nú og hlusta á Systu dýralækni á Rás 1 á netinu að segja frá hrossarannsóknum sínum. Sem er enn betra.
|
Mín helgi byrjaði sem sagt afskaplega illa, ég var alveg uppgefin á föstudagskvöld eftir að hafa verið frá mér af bræði út í Elaine og svo þennan bílaskattsþeyting.
En við gerðumst þó víðförul mjög um helgina og áttum viðburðaríka daga. Fórum í heimsókn til vinafólks í Killicrankie og svo í leikhús með öðrum vinum í Pitlochry. Gerðum okkur ekki ferð í Tillicultry í þessari ferð en vissulega hefði staðarheitið átt vel við. Við sáum Viktoríanskan farsa sem gerðist á skosku og ensku og var afskaplega kjánalegur. En upplifelsi samt.
Á sunnudaginn keyrði ég þrjá tíma hvora leið til Loch Creran þar sem við sigldum á skútu með auntie Jane and uncle Derek. Það var alveg frábært eins og venjulega. Og svo fór ég og heimsótti Seumas og Paulu sem ég bjó hjá þegar ég vann á laxeldisstöðinni um árið. Ekki búin að sjá þau í sjö ár og þau voru bara alveg eins. Og þau eru bara alveg frábært fólk sem ég ætla að fara aftur að heimsækja í sumar. Eftir að hafa innbyrt stóran disk af humri á "The Frog" kíktum við svo aðeins til Oban, bæjarins sem við Hafdís máluðum rauðan á eftirminnilegan hátt. Fish and chips búllan þar sem ég brennimerkti sjálfa mig er meðal annars enn við lýði. Sem er gott.
Sit nú og hlusta á Systu dýralækni á Rás 1 á netinu að segja frá hrossarannsóknum sínum. Sem er enn betra.
|