<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 27, 2004

Álpaðist inn í hundraðkallabúð í gær sem státaði af forvitnilegu vöruúrvali. Þarna var smástelpufatadeild, gömlukonudralonbuxnadeild, useless-ljótar-styttur-deild og svo verkfærahorn fyrir karlmennina. Ég var fljót að átta mig á því að þarna hefði ég ekkert að gera, en smástelpufötin vöktu athygli mína og hneykslan. Stærðirnar bentu til þess að fötin væru ætluð 10-12 ára telpum en þau voru alls ekki við hæfi. Einn bolur var sérstaklega ógeðslegur: Skærbleikur með áletruninni "MEN ARE FOR PLEASURE, NOT FOR LIFE". Ef þetta gefur ekki barnaníðingum einhverjar hugmyndir, þá veit ég ekki hvað. Verðum við ekki bara að vona að bolurinn sé ætlaður vannærðum litlum fullorðnum konum?

Rakst á jarðarberjakókómalt í búð í gær. Neyddist til að kaupa það því það var nú nokkuð sem við systkinin gæddum okkur á til hátíðabrigða þegar við vorum lítil. Það hefði náttúrulega verið algjör snilld að finna karamellukókómalt til þess að geta endurskapað undradrykkinn Galsa sem við drukkum í lítravís á meðan hann var framleiddur.
Jarðarberjadrykkurinn er vondur...hefði kannski átt að leyfa minningunni að lifa...en of seint ;-)

|