laugardagur, maí 22, 2004
Hvað geri ég við býflugnasveim sem fer villur vega og er ekki ánægður með það? Þannig er nefnilega mál með vexti að húsbændur mínir stunda býflugnarækt og nú er einn býflugnastofninn villtur og finnur ekki búið sitt. Ég er ein heima og treysti mér sko ekki til að fara í geimbúning og fylgja þeim heim. Verð að bíða eftir hjálp. Þori ekki að vera mikið á ferli á tilteknum stað í garðinum því þar hanga þær þúsundum saman klesstar utaná einhverja hríslu. Hunangsilmur er í loftinu því auðvitað eru þær alveg að springa og þurfa að losa sig við hunangið einhvers staðar.
Og talandi um skordýr, var að losa Molly greyið við fimm blóðsjúgandi áttfætlumaura sem kallast ticks á ensku, tæger á dönsku. Kvendýrin bíta sig föst og sjúga og sjúga þar til þær hafa tífaldað stærð sína. Ógeðslegar skepnur, sem ég auðvitað varð að sprengja til að sjá hvað leyndist inni í þeim...reyndust innihalda blóðlifrar miklar.
Hm, Gerður G Bjarklind mín (er að hlusta á tilkynningar á Rás 1), það er ekki SnæfellsBAR sem er að auglýsa töfra Snæfellsjökuls aulinn þinn!
|
Og talandi um skordýr, var að losa Molly greyið við fimm blóðsjúgandi áttfætlumaura sem kallast ticks á ensku, tæger á dönsku. Kvendýrin bíta sig föst og sjúga og sjúga þar til þær hafa tífaldað stærð sína. Ógeðslegar skepnur, sem ég auðvitað varð að sprengja til að sjá hvað leyndist inni í þeim...reyndust innihalda blóðlifrar miklar.
Hm, Gerður G Bjarklind mín (er að hlusta á tilkynningar á Rás 1), það er ekki SnæfellsBAR sem er að auglýsa töfra Snæfellsjökuls aulinn þinn!
|