<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 11, 2004

Hamingjuóskir fær Boggi besti litli frændi minn, því hann á afmæli í dag, Jubii og hurra, hurra, hurra!

...og apropos dansk: Sá mér til mikils hryllings að Stephen King er búinn að gera ameríska útgáfu af "Riget" og nefnist hún "Kingdom Hospital". Þetta var bara kjánalegt og langaði mig ekkert að horfa á. Auðvitað var upprunalega útgáfan líka kjánaleg en það er bara svo neyðarlegt að horfa upp á nákvæma eftirlíkingu eins og þetta. Ég meina, mongólítarnir í uppvaskinu voru þarna og allt. Reyndar man ég ekki eftir mauraætunni sem birtist í skurðstofunni en kannski var Stephen að reyna að setja einhvern persónulegan svip á þetta.

Talsvert af mínum tíma fer í að ganga eftir göngum, þar sem bæði skrifstofan mín og rannsóknastofan eru í stórum, stórum byggingum. Það fer svolítið í taugarnar á mér að fólk sem er svona 30 sekúndum á undan mér að næstu dyrum skuli stoppa og halda fyrir mér hurðinni. Þetta lætur mér finnast eins og ég eigi að hlaupa við fót svo þessi "vingjarnlega" manneskja (sem er auðvitað bara manípúlatíf) standi nú ekki lengur en þörf krefur í dyrunum. Og þetta fólk býst auðvitað við því að ég geri slíkt hið sama þegar ég eygi það á stærð við ertubaun á enda gangsins. Ég nenni ekkert að standa og bíða eftir einhverjum fjarlægðarmanni mínútum saman. Það er svo sem allt í lagi þegar það er einhver sem ég þekki og langar að kasta á kveðju, en ef það er einhver sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan er sprottinn fæ ég ósköp takmarkaða ánægju út úr þessu hurðahaldi.

|