<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 08, 2004

Ég er að breytast í "kona í Vesturbænum"-týpu, var nefnilega að "gera beðin". Upp eru að koma hjá mér laukar, jarðarberjaplönturnar komnar með blómknúppa og hinar plönturnar ekki dauðar ennþá. Snillingur get ég verið. Annars er nú svo að kannski fæ ég ekki fleiri góð ráð frá garðyrkjumanninum, því við gætum misst hann í fangelsi fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir 30 árum. Og hvað skyldi það nú vera?

Hvað skyldi það merkja að mig dreymdi að ég væri kærastan hans Ómars Ragnarssonar-með skalla og allt? Kannski vorkenni ég honum svo fyrir að hafa ekki fengið að spila með á knattspyrnumóti RÚV um daginn, eða kannski var það bara af því við pabbi vorum að rifja upp góða ÓR slagara eins og "Möggu og Jón" og "Rafvirkjabrag". Þegar mig dreymdi þetta var ég nú ansi ringluð fyrir vegna næturbrölts míns í kringum hryssurnar svo ég legg litla sem enga meiningu í þetta.

Fór á góða mynd í gær, klikkæðingurinn Kaufmann sýnir sig á ný með Eternal sunshine of the spotless mind. Óþarflega langur titill en mjög góð mynd, kolruglaðar pælingar og Jim Carrey sýndi bara eina geiflu, og það var meint á alvarlegan hátt. Fínt.

Við Bea fórum á stóran skran- og antíkmarkað eftir vaktina mína áðan og ég kom heim með einn góðan hlut sem ég var búin að leita lengi að. Þarf nú að snúa mér að skrifstofuþrifum, maður fær nú einu sinni borgað fyrir þetta.

|