<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 04, 2004

We´re not alone!

Lenti í rosalegu atviki í gær. Var að borða kornfleks í gærmorgun þegar eitt fleksið rataði ekki upp í munn og datt. Ég fann það hvergi og þóttist viss um að það lægi einhvers staðar á gólfinu og ég ætti eftir að troða á því og fá mylsnu milli tánna-frekar óhugguleg tilhugsun. Nú, ég hélt áfram mínum morgunverkum, fór svo í tölvuna og gleymdi öllu saman. Svo fór ég aðeins út að róta í safnhaugnum og ná mér í mold. Þegar ég kem inn aftur og sest við tölvuna verður mér litið í kjöltu mína, og hvað sé ég? Kornfleksið loðir við buxurnar mínar og er búið að vera þarna allan tímann! Eða...var því kannski komið þarna fyrir af geimverum? Ég búin að vera úti í garði og allt.

Nú, í gær fór ég líka í seinasta jógatímann þessa önnina. Við Sólveig vorum bara tvær mættar svo við fengum einkatíma, þetta reyndist bara hörkupúl en kennarinn var mjög hrifin af liðugleika okkar. Hún vildi endilega vita hvað þetta væri með Íslendinga, hvort við sætum alltaf í skrýtnum stellingum og ætum fiskinn okkar. Vildi ekki segja henni að fyrir það mesta húktum við og úðruðum í okkur hamborgurum og pítsum, það hefði eyðilagt fyrir henni draumsýnina.

Og svo um kvöldið tók ég Sólveigu með mér í samskotapartí þar sem allir komu með mat og drykk og svo var allt sett í púkk. Það var haldið hjá Elisu, kanadísk-kínverskri stelpu sem ég þekki eiginlega ekki neitt, við fórum með henni á Burns Night og síðan hef ég ekki talað við hana. Ég bakaði geggjaðslegar brownies til að fara með-sletti súkkulaðideigi upp um alla veggi því ég var að flýta mér svo mikið. En maður sem sagt át og át af því það voru svo margar sortir. Og í stofunni var alvöru barborð með ljósavél og reykmaskínu svo þegar maturinn var búinn var pleisinu breytt í diskótek. Og það var sko fjólublátt ljós við barinn-fyrirtaks veitingar og allt það. Meðleigjendur Elisu eru tveir strákar sem ætla að eyða einum sólarhring (5. maí) í Reykjavík á leiðinni frá Bandaríkjunum. Þeir vildu endilega hitta eitthvað íslenskt lið sem væri til í að sýna þeim fjörið-verst að þetta er á miðvikudegi. Svo nú spyr ég: Er einhver til í að leiða tvo Skota um borg óttans?

|