<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ætlaði að massa leiðbeinenda(leiðtoga-)fundinn í dag, búin að prenta út dagskrá fundar og allt. Svo eru bara leiðbeinendurnir mínir með kjaftavaðal, talandi um skíðaferðir og alls konar hluti sem komu ekki verkefninu mínu við. Æi, ég var ekkert að láta það fara í taugarnar á mér. Fékk sagt það sem ég vildi og það var nóg. Hins vegar lítur út fyrir að vandræðum mínum með að safna sýnum sé ekki lokið. Þarf að reyna að finna ungar veðhlaupahryssur sem ég má pota í. Og það er ekki auðvelt.

Hlakka til að fara í garðinn í fríinu. Ég er ekki í fríi annan í páskum og verð því að nýta helgina vel.

Ég bið núna bænirnar mínar fyrir bændunum mínum uppi í Tungum, að riðan greinist ekki víðar. Ólíklegt! Og talandi um bændur...er í lögum Sláturfélags Suðurlands að stjórnarformaðurinn hafi upphafsstafina SS? Nema að það sé búið að endurráða Steinþór Skúlason...minnir nefnilega að nýi stjórnarformaðurinn heiti eitthvað annað "SS".

Skúraði bæði hér uppi og á skrifstofunni í kvöld. Arkitektarnir sátu og skemmtu sér hið besta í Quake, hver í sinni tölvunni. Eigendurnir mega ekki bregða sér í viku frí og þá er allt komið í vitleysu!

Það er svo fyndið að fylgjast með Molly þegar hún liggur og hrýtur á gólfinu...hún hleypur og geltir í svefni...kjánaprik. Hún var nú svo óheppin að flækjast fyrir mér í tröppunum í gær svo ég kýldi hana á kjammann. VIð sko mættumst, ég á uppleið og hún á leið niður, báðar á fullu-ég að fara að svara símanum og hún hélt að hún ætti að fara í göngutúr. Þannig að það er fjör hjá okkur stallsystrum.

|