<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 03, 2004

Suburbia

Ég er orðinn svo mikill úthverfanörd-fer ekkert lengur í bæinn, geri bara mín erindi í búðarklösum byggðum á gömlum öskuhaugum, svokölluðum Industrial Estates. Heillandi, ég veit. En, alla vega áttaði ég mig á þessu í gær, fór á háskólabókasafnið og svo á kaffihús og í strætó á leiðinni niðureftir sá ég tvær nýjar búðir sem hafa opnað síðan ég var þarna síðast og svo var bara svo mikið líf eitthvað. Ekki skemmir fyrir að það er komin útlandalykt í loftið, hér er sko farið að vora.

Annars sit ég hér og geri skattskýrsluna mína...ég veit, ég ætti í raun að vera búin að skila, en ég talaði við einhvern durt á Skattstofunni og hann sagði að ég gæti fengið eins langan frest og ég bara vildi, hummaði og ha-aði og snýtti sér í rauðan tóbaksklút. Reyndar hef ég bara hans orð fyrir þessu, og voru þau orð látin falla í millilandasímtali...kannski var ég ekkert einu sinni að tala við rétta stofnun...við sjáum til.

Annars er þetta með flóknustu skýrslum sem um mig hafa verið gerðar, held ég. Ekki nóg með að ég standi í þessum ör-rekstri mínum 9 vikur á ári, heldur hef ég á árinu verið skráð með lögheimili í tveimur löndum og vaxtatekjur í þremur...úfff....hlakka til að gerast bara ríkisstarfsmaður þar sem þetta er bara átómatískt sett inn fyrir mann. Og svo ætla ég bara alltaf að búa á Hellubraut og taka strætó hvert sem ég fer því þá þarf ég ekki að gera grein fyrir neinum eignum, múhúhahahaaaa.

|