<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Sem betur fer er allt þá þrennt er. Stóð áðan á kafi í hryssu þegar gemsinn minn hringdi. Það var maðurinn frá bifreiðaskoðuninni sem sagði mér að bíllinn fengi ekki skoðun nema ef gerð yrði á honum 300 punda viðgerð. Áður en mér gafst ráðrúm til þess að íhuga og ræða málið dó síminn úr rafmagnsleysi (hlóð ég hann þó að fullu í gær). Svo þegar ég var að koma inn þakin rektalgeli og búfjárafurðum ýmiss konar ákvað ég að fara á klóið niðri á skurðstofuganginum en var búin að gleyma bölvun klósettsetunnar á því klói. Hún er brotin á einum stað og ef maður sest klípst rassinn á manni í sprungunni. Og það er ógeðslega sárt, sérstaklega þegar maður sér fram á að missa 300 pund í vaskinn og síminn manns er alvarlega farinn að hrópa á arftaka.

En, þetta var víst allt það neikvæða sem fyrir mig átti að koma í dag, svo ég lít björtum augum fram á veginn og hlakka til að ferðast um helgina með mömmu og pabba.

Góðar stundir

|