<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 02, 2004

Mikið roooosalega var ég einmana í gær. Var nefnilega heima við lestur, skriftir og kaffidrykkju og talaði ekki orð við neinn nema sjálfa mig-að maríuhænunni í glugganum undanskilinni. Og ekki á ástandið eftir að skána alveg í bráð því ég verð alein með hundstíkina í næstu viku-húsráðendur og börn ætla í sumarhúsið sitt á Írlandi yfir páskana. Og ef ég enda ekki hlaupandi á eftir Molly með öxi reidda yfir höfuð mér, talandi við draugana á barnum (hér ku jú búa þrír nafngreindir draugar), þá tel ég það vel sloppið.
Frásögnum þessum af einmanaleika er beint að einum manni öðrum fremur, hann veit upp á sig sökina og tekur það til sín.

Hins vegar mun nú verða kátt í höllinni 27. apríl, þá koma pabbi og mamma í heimsókn og verða í 9 daga. Jibbí! Reyndar hafði Bea á sér fyrirvara áður en hún samgladdist mér og spurði "And that's a good thing, right?" af því að það er algengt hér í Bretlandi að vilja vera sem fjærst foreldrum sínum og hitta þá sem sjaldnast.

Í gærkvöldi var ég komin með svo mikið nóg af að vera með sjálfri mér að ég leitaði á náðir sjónvarpsins. Það voru náttúrulega eintómir veruleikaþættir, ekkert nýtt. Á BBC1 var þó einn þáttur sem ég naut mjög að horfa á. Hann var um hundadeild lögreglunnar hér í Edinborg. Þeir eru með 44 hunda, stærsta deild sinnar tegundar í Bretlandi, ef ekki ESB. Og þetta er bara rosalega töff djobb. Mig myndi langa til að vera svona hundalögga. Í fyrsta lagi því ég elska Séfera, og öðru lagi því það hlýtur að vera frábært að hafa svona algjöra stjórn á hundinum-hann hlýðir öllu sem þú segir og svo finnst honum svooo gaman að vinna! Þeir voru þefandi uppi eiturlyf, eltandi árásarmenn og þjófa og ýlfruðu alveg af spenningi! Gaman gaman.

Jæja nú er Javier farinn að bíða, við erum að fara að leika okkur að blása upp hryssuleg....ekki spyrja!

|