<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 09, 2004

Lokaði Molly frammi á gangi í nótt, ætlaði ekki að láta hana vekja mig aftur. Hún náði nú samt að vekja mig, gekk til atlögu við hurðina, kastaði sér alla vega þrisvar af alefli á hurðina eins og víkingasveitarmaður. Hún gafst þó upp á endanum.

Við stöllur vöknuðum allt of seint (og þó, hálftíu að íslenskum tíma...ekki svo slæmt) en drifum okkur þá út í garð að vinna beðin. Garðyrkjumaðurinn Sean sýndi mér hvernig á að gera þetta allt saman og svo stóðum við yrktum hvort sitt beðið við örvæntingaróp gamla mannsinns í næsta húsi. Ég hamaðist í fimm tíma og fór svo inn og gerði jógaæfingar fyrir auma vöðva....ég hljóma eins og nýaldarmaniac, í næsta pistli verð farin að borða natusan birkiösku í hvert mál. Það er þó bót í máli að ég gerði jógað við ljúfa tóna Haukar Morthensar en ekki Buddha Rythms diskinn minn.

Og nú er enn komið að því að setjast yfir skattskýrsluna. Heyrumst síðar.

|