<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 05, 2004

Fáviti

Mér finnst að þessi ofbeldisbróðir við Eiðistorg eigi skilið að Íslendingar taki upp Sharia-lög, bara til að hægt sé að refsa honum þannig að hann skilji það. Bévítans fáviti. Og hvað var fórnarlambið annars að gera heima hjá þessum kjánabjána?

En talandi um vandræðadrengi...sá Good Will Hunting í gærkvöld og hún versnar bara ekkert með árunum. Mjög hugljúfir áheyrnartímar sálfræðings. Ég grét meira að segja og allt, en það þarf víst ekki mikið til að starta mér.

Ég hafði svo félagsskap af Molly í nótt, hún lá hér frammi í körfunni sinni og ýlfraði í svefni. Mikið huggulegt.

Er að ná mér núna eftir svolítið ristilkrampakast-er ég eitthvað stressuð eða hvað? Alla vega gat ég ekki annað fyrir flökurleika og magapínu en legið í sófanum með púða í fanginu. Það bætti aðeins ástandið að ég gat horft á seinni hluta orðaleiksins Countdown í sjónvarpinu. En nú er ég komin á lappir og með vísindagreinar í hönd. Heyrumst síðar.

|