<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Það er svo dýrmætt að kynnast siðum framandi landa, menningu þeirra og trúarbrögðum. Nú hef ég loksins upplifað biskupakirkjupáska, eða "Easter" eins og það heitir hjá þeim blessuðum. Komist hef ég að því að hinn mesti helgidagur hér er annar í páskum-Easter Monday-því þá taka Bretar sér frí frá öllu og slappa af. Áðurgengnir helgidagar sem við lútherstrúarmenn höldum hvað mest upp á, þ.e skírdagur, föstudagurinn langi og sigurhátíðin páskadagur eru minna hátíðlegir hér. Á skírdegi vinna menn baki brotnu, á föstudaginn langa spila þeir fótbolta og á páskadag umturnast fólk í allsherjar innkaupavélar, "shop 'til they drop". Þetta hefur komið mér spánskt fyrir sjónir...þó ég sé viss um að á Spáni haldi fólk páskana hátíðlega á sama hátt og Íslendingar.

|