<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Dæsös hvað dagurinn í gær var leiðinlegur. Vaknaði fyrir allar aldir....leiðrétting: vaknaði í raun aldrei alveg allan daginn...til þess að fara með bílinn á verkstæði í grenjandi rigningu. Þegar ég loks kom heim eftir tvo strætóa í morgunösinni lá beint við að setjast við samningu fyrirlestursins sem ég á að halda í Newmarket á morgun. Gat þó ekki einbeitt mér frekar en undnagengna tvo frídaga og reyndi eins og ég gat að lesa mér til um fyrirlestrarefnið. Fer ótrúlega í taugarnar á mér að eiga að halda fyrirlestur um eitthvað sem ég skil ekki til fullnustu sjálf. En þessi bévítans MMP prótín eru bara svo flókin og asnaleg. Nú, svo hringdi karlremban að beiðni hvers sem fyrirlesturinn er haldinn, og tók mig á taugum-lét mig koma út eins og einhvern lúða sem hafði ekkert áhuga á því að vinna með honum...jájá, einhverjir myndu kalla þetta ýkjur, en ekki ég!

Svo kom í ljós að bíllinn var ekki tilbúinn fyrr en daginn eftir og ég sá því fram á langa strætóferð og göngutúr í rigningunni í morgun. Það skal því engan undra að ég hafi sofið lítið og illa í nótt. Bætti ekki mörgum gullkornum í fyrirlesturinn í dag en ég held að ég massi þetta nú.

Í gær sá ég fyrsta viðtalið sem tekið er við Rebeccu Loos í beinni útsendingu. Hún er einmitt kvensan sem átti 10 daga ástarævintýri með mömmustráknum Beckham. Og enn sannaðist það að þessi skrækróma knattspyrnufegri á sér ból í hjörtum breskra húsmæðra, því í slúðurblaðskönnun kom í ljós að þegar fólk var spurt hverjum framhjáhaldið væri að kenna kenndu 51% fröken Loos um það en 49% Victoriu Beckham. Fyrirgefið mér, en er strákpjakkurinn saklaus? Það lítur víst allt út fyrir að hann hafi átt sér alla vega tvö ástarævintýri í viðbót-er Victoria stabíl í 49 prósentunum eða átti hún meiri sök í hinum? Ég meina, kommon, þó að þetta sé fyrirliðinn í landsliðinu þá er hann bloody sóði og svikari og dónadúskur. Fólk getur verið svo einfalt....en svo er það nú líka vitað að það er ekki til kona í heiminum sem hefur samúð með Victoriu í nokkrum hlut...þvengmjó, sílíkonbrjóst, Gucci frá toppi til táar...hún hefur svo sem beðið um þetta blessunin. Beckham á víst að hafa sagt við Rebeccu að hann væri meira fyrir íturvaxnar konur með lendar og lær. "I bet you´re surprised" sagði hann svo þegar hún setti upp undrunarsvip.

|